Persónumyndir
Persónulegar portrettmyndir til að eiga, deila og ramma inn.
Fagmennska frá haus og fram í fingurgóm
Sýnishorn af verkum - smellið til að skoða stærri
Portrettmynd - Persónumynd - Prófílmynd - Passamynd
Hvað er nú hvað?
Mismunandi nálgun fyrir ólíka notkun, stærðarmunur og verðið eftir því!
Ímyndarsköpun fyrir opinbera einstaklinga.
⇢ Birtingarmynd með skilaboðum!
Við gefum þér meiri tíma, vinnum betur á stærra setti með meiri stjórn á lýsingu. Flottari bakgrunnar, meira photoshop, hærri upplausn. Portrettmyndir eru alltaf betri myndir en Persónumyndir sem eru betri en Prófílmyndir sem eru betri en Passamyndir. Fyrir portrettmynd geturðu komið með föt til skiptanna og jafnvel verið betur undirbúin með hárgreiðslu, förðun og leikmuni. Við hjálpum þér að skapa ímynd af þinni persónu!
Upplýsingar um Portrettmyndir
Heimilislegar myndir til að ramma inn.
⇢ Til að eiga, deila og ramma inn
Persónumyndir eru vandaðri portrettmyndir af einstaklingum til heimilisnota. Til dæmist til að setja í ramma upp á vegg eða standramma. Myndir til persónulegra nota. Unnið á stærra sett með betri lýsingu, flottari bakgrunni og gefum ykkur meiri tíma. Meira unnið í Photoshop og afhent í hærri upplausn heldur en Prófílmynd.
Upplýsingar um Persónumyndir
Frjálslegar andlitsmyndir
⇢ Einfalt og ódýrt
Það sem við köllum prófílmyndir (mini portrett) eru frjálslegar passamyndir þar sem þú mátt brosa, snúa til hliðar, halla höfði, hafa öðruvísi bakgrunn og jafnvel laga aðeins. Þær eru hins vegar teknar á litlu einföldu passamynda-setti sem þýðir einfalt og ódýrt. Afhentar í net-upplausn.
Upplýsingar um Prófílmyndir
Til að þú þekkist!
⇢ Formfast skv. opinberum stöðlum
Passamynd (e. ID photo) er auðkennismynd samkvæmt stífum kröfum hins opinbera til að þú þekkist á myndinni. Auðkennismyndir eru þ.a.l. ekki endilega besta útgáfan af þér. Lýsing beint framan á, engir skuggar, einfaldur bakgrunnur og þá má ekkert eiga við myndina í eftirvinnslu. Úprentaðar litlar myndir og afhentar stafrænt í lágri upplausn.
Upplýsingar um Passamyndir
Verð og tímabókun
© Jón Páll Vilhelmsson - ljósmyndari