Fermingarmyndir
Varðveittu þetta mikilvæga tímabil í lífi táningsins
Bætt sjálfsmynd með fallegum fermingarmyndum
Tímaskeið sem kemur aldrei aftur!
Fermingartímabilið er spennandi tími huga barnsins ykkar og ómissandi að eiga myndir á þessum aldri. Myndir sem eru flottar, skemmtilegar og líka heimild um tímaskeið í lífi barns sem er að fullorðnast.
Góðar myndir geta eflt sjálfsálit og styrkt sjálfstraust. Við leggjum mikið upp út því að þetta verði skemmtileg lífsreynsla sem þau muna eftir út lífið fyrir utan að fá flottar myndir af sér sem þau eru stollt af. Það fylgja miklar væntingar og líka kvíði yfir öllu þessu umstangi en það má alveg hafa gaman, sprella, taka með hversdagsföt, gæludýr eða áhugamálið.
Þetta er líka upplagður tími til að taka systkinin með og alla fjölskylduna. Jafnvel afa og ömmu líka! Munið að þegar veislunni líkur þá verða myndirnar það eina sem skilur eitthvað eftir sig fyrir utan góðar minningar en hverfular gjafir.
Fyrir þínar mætustu minningar
Sýnishorn af verkum, innblástur og hugmyndir ⇢ Smellu á myndirnar til að skoða stærri
Jón Páll Vilhelmsson - ljósmyndari
Listrænt handverk ⇢ Lífstíðareign
Jón Páll Vilhelmsson er ljósmyndari og listamaður sem “skapar” fjölskyldumyndlist. Á heimilum landsmanna hanga tugþúsundir ljósmynda og myndverka eftir Jón Pál sem hefur verið starfandi ljósmyndari í yfir 25 ár - bæði á íslandi og víða erlendis.
Höfum gaman og gerum þetta vel!
Jón Páll hefur lag á að láta börnum og einstaklingum líða vel í myndatöku. Undir styrkri leikstjórn, áhugaverðum uppstillingum, skapandi lýsingu og eftirvinnslu af miklu listfengi færðu eftirtektaverðar fjölskyldumyndir sem standast tímans tönn.
Topp gæði en ekkert vesen!
Verið velkomin í eitt fullkomnasta ljósmyndastúdió landsins með topp búnaði til myndsköpunar og prentvinnslu. Við fullvinnum myndverk og prentmuni til að þið losnið við allt vesenið.
Tvískipt þjónusta
A ⇢ Myndataka
Tími ljósmyndara í myndatöku, búnaður og aðstaða o.fl.
⇢ Undirbúningur, samskipti, kynning, forvinnsla, forval, frágangur o.s.frv.
B ⇢ Myndvinnsla
Mismunandi útkoma fyrir ólíkar fjölskyldur m.t.t. fjölda, stærð, framsetningu o.fl.
⇢ Eftirvinnsla, pantanir, útprentun, innrömmun, afgreiðsla o.s.frv.
Myndverk og prentmunir
⇢ Til að eiga, deila, dást og njóta!
Rétti tíminn er núna…
Þið eruð bara 4 skrefum frá því að eignast fallegar fjölskyldumyndir!
Verð og tímabókun
ATH: Opið nokkrar helgar fram á vor - Bókið tímanlega.
Einhverjar spurningar eða séróskir?
Tímabókun er hér að ofan en ykkur er velkomið að hafa samband ef þið eruð með aðrar spurningar og við svörum eins fljótt og hægt er!
© Jón Páll Vilhelmsson - ljósmyndari