Stórfjölskyldan
Hópmynd af ríkidæminu ykkar
Ómetanlegar minningar af ömmu, afa og afkomendum
⇢ Einstök og eiguleg hópmynd
Það gefast ekki mörg tækifæri fyrir alla fjölskylduna að hittast og það getur verið ærið púsluspil að fá alla saman. Að taka hópmynd af stórfjölskyldunni er tilvalið tækifæri til að hittast. Svo er hægt að tengja myndatökuna við einhvern annan fjölskylduviðburð svo sem afmæli, kaffiboði eða matarboð skapa þannig enn fleiri góðar minningar.
Við gerum okkur far um að ná öllu góðum á eina mynd jafnvel þó við förum í hausaskipti og smá lagfæringar í eftirvinnslu. Við myndum hvern fjölskyldulegg fyrir sig, systkinamyndir, portrett af afa og ömmu, fullorðna fólkið saman, afi og amma með barnabörnum og fleira.
⇢ Fallegar fyrirmyndir
Fyrst að fjölskyldan stefnir á að koma saman og fara í betri fötin er þá ekki best að mynda alla í bak og fyrir? “Stórfjölskyldan” er líka praktískt myndataka þar sem hver fjölskylda getur pantað myndir úr myndatökunni fyrir sig og sína eftir þörfum. Frummyndirnar eru þá til hjá okkur og við bjóðum upp á ýmsa möguleika í útprentun og framsetningu. Þið getið fengið fleiri eintök af veggmyndum fyrir allar fjölskyldurnar, aukastækkanir eftir þörfum, eigulegar myndabækur og fleira.
Samverustundir með börnum og barnabörnum einhverjar þær dýrmætustu fyrir fullorðna fólkið!
Ein myndataka ⇢ Margir möguleikar
Myndverk og prentmunir ⇢ Til að eiga, deila, dást og njóta!
Listrænt handverk og lífstíðareign
Sýnishorn af verkum - smellið á mynd til að skoða betur
Rétti tíminn er núna…
Þið eru bara 4 skrefum frá því að eignast fallegar hópmyndir af ykkar ríkidæminu ykkar
Tímabókun:
ATH: Opið nokkrar helgar - Bókið tímanlega
Heimilisprýði
Fegraðu heimilið með myndum af fallegasta fólki í heimi - fjölskyldunni þinni
Augnakonfekt og varanlegar minningar
Auk þess að fegra heimilið og gera það persónulegra er nauðsynlegt fyrir afkomendur ykkar í framtíðinni að eiga mynd af stórfjölskyldunni a.m.k. einu sinni fyrir hverja kynslóð. Fallegar ljósmyndir af niðjum ykkar munu gleðja augu og hjarta um mörg ókomin ár.
Auðir veggir eru daprir veggir
Það er fátt dapurlegra en að koma inn á heimili fullt af dýrum listaverkum og glingri en án persónuleika og hlýju. Fjölskyldumyndir af þinni dýrmætustu eign segja sögu ykkar og hvað það er sem skiptir ykkur mestu máli í lífinu. Að skrásetja fjölskylduna sína er eitthvað sem allir foreldrar ættu að gera.
Að vera umvafin stórfjölskyldunni
Þið munið fyllast fögnuði yfir að hafa komið þessu í verk og síðan fyllast stolti yfir afkomendum ykkar og niðjum alla daga ársins.
Gjafakort
Hugmynd að gjöf fyrir fullorðna foreldra
Fyrir þau sem eiga allt er persónulegri og eigulegri gjöf vandfundin
Gjafakort fyrir myndatöku
Persónuleg gjöf sem endist ævilangt!
© Jón Páll Vilhelmsson - ljósmyndari