Brúðkaupsmyndir
Til hamingju með ráðahaginn :-)
Að eiga góðar minningar af brúðkaupsdeginum, einum mikilvægasta degi lífisins, er ómetanlegt. Þið fáið bæði klassískar uppstillingar, sem eru hentugar til að prenta út, en einnig frjálslegar óuppstilltar myndir af þessum fallega degi til að eiga og deila.
Það er auðveldara að koma í studio og tekur styttri tíma fyrir ykkur þannig að gestir geta farið beint í veislu á meðan þið farið í myndatökuna. Sumir kjósa að fara út í náttúruna en það fer heldur meiri tími í það.
Ég er með fullkomið studio á Snorrabraut 56 - inngangur bakatil. Fyrir útimyndatökur mæti ég með ljósabúnað og einnig regnhlífar ef það koma dropar úr lofti.
Hamingjusamir viðskiptavinir
Það er varla hægt að finna betra veganesti út í lífið en vel heppnaður brúðkaupsdagur.
Agnès og Róbert
"Við fengum myndabókina í síðustu viku. Hún er mjög flott og vakti góðar minningar. Takk fyrir okkur!
Með kveðju,
Agnès"
Kristín og Egill
"Sæll.
Myndirnar koma vel út og erum við ánægð með þær.
Takk aftur fyrir okkur :)
Kveðja
Egill og Kristín."
Hilmar og Sigurveig
"Við erum himinlifandi yfir öllum þessum dásamlegu myndum sem þú náðir á brúðkaupsdaginn okkar! :0)
Ótrúlegur árangur að ná hreint frábærum myndum af okkur og svo með börnunum og öllum fjölskyldutegundunum, systkinum, ömmum og öfum og bara öllu! Algjör snilld!
Þúsund þakkir!! Þú færð hrós dagsins!!"
Hilmar og Kristín
"Við vorum að fá bókina í hendur og viljum þakka kærlega fyrir frábæra vinnu!
Við erum MJÖG ánægð. Kaflinn um undirbúningin þar sem þú tókst myndir heima hjá okkur kom einstaklega skemmtilega á óvart og fór langt fram úr annars ágætum væntingum. Einnig mjög flottar myndirnar úr skógarferðinni og þegar þetta er sett svona saman í bók þá er þetta einstök samantekt á einstökum degi. Mælum svo sannarlega með þessu format'i."
Sýnishorn úr brúðkaupsmyndatökum - smellið á mynd til að stækka!
Er dagurinn laus?
Hér getið þið séð hvort ég sé laus og tekið frá brúðkaupsdaginn ykkar án skuldbindinga.
Í framhaldinu myndum við hittumst, skoða sýnishorn af albúmum og fara yfir það sem er í boði.
Síðan greiðið þið 25% innáborgun ef þið viljið staðfesta og bóka daginn.
(Tími gróflega áætlaður - nánari tímasetningar verða ákvarðaðar síðar.)
Myndataka í stórfenglegri íslenskri náttúru!
Flottir tökustaðir á Íslandi:
Reykjanes: Kleifarvatn, Bláa lónið, Reykjanestá, mosagróið hraun, o.fl
Suðurland: Skógafoss, Seljalandsfoss o.fl., fjöll, eldfjöll, jöklar og ófærur.
Suðurströndin fjær: Jökulsárlón, Jöklar, Reynisdrangar, Dyrhólaey, mosagróið hraun, kyngimögnuð fjöll o.fl.
Snæfellsnes: Búðir, Kirkjufell, Arnarstapi, Dritvík, Skarðsvík, Snæfelljökull ofl.
Norðurland: Eyjafjörður, Mývatn, Hvalaskoðun á Húsavík, Heimskautsgerðið á Melrakkasléttu.
Annað: Færeyjar, Grænland, Suðurheimskautið og allt þar á milli - ég er til í hvað sem er ;-)
Með því að taka brúðkaupsmyndirnar á öðrum degi en sjálfan brúðkaupsdaginn opnast fullt af spennandi möguleikum til myndatöku úti á landi. Sama gildir fyrir leynibrúðkaup (e. elopement).
Í raun eru allir staðir á Íslandi fallegir og hægt að finna flotta tökustaði nánast allsstaðar.
Brúðkaupsdagurinn verður bara afslappaðri fyrir vikið. Brúðhjón og gestir fara þá beint úr athöfn í veislu og enginn bíður.
Innifalið:
Vönduð brúðkaupsmyndataka á flottum stað.
Falleg innbundin myndabók 30x30cm með 30-80 myndum
Myndir afhentar fullunnar í miðlungs prentupplausn (2.500px/A5)
Aukalega:
Stækkanir og innrammaðar veggmyndir eftir þörfum
Aukamyndir þegar myndatakan heppnast vel.
Ferðatími!
Hár og förðun!
Aukakostnaður!
Hálfur dagur - Verð ca 250.000
Heill dagur - Verð ca 350.000
Hafið samband til að fá verðtilboð og útfæra hugmynd...
Bakvið tjöldin…
Baksviðs hjá Kusse Soka and Selamawit.
Vídeó af myndatöku hjá Jóni Páli við Jökulsárlón, í fjörunni við Lónið og í mosagrónu Eldhrauni. Kusse hefur búið á Íslandi í tæp 20 ár en Selamawit er tiltölulega nýkomin. Þau eru bæði frá Eþíópíu.
Ljósmyndari: Jón Páll Vilhelmsson
Myndband, klipping og aðstoð við myndatöku: Zsuzsa Darab.
Stephanie Tang og Pierre-Charles við Hraunfossa.
Myndband af myndatöku við Hraunfossa og í Víðgelmi, einum af stærstu hraunhellum í heimi. Þetta var 19. desember og eiginlega vonskuveður. Fengum samt alveg æðislegar myndir. Stephanie er frá Belgíu og Pierre frá Frakklandi.
Ljósmyndari: Jón Páll Vilhelmsson
Myndband, klipping og aðstoð við myndatöku: Zsuzsa Darab.
Hafðu samband
Við tökum vel í allar fyrirspurnir og reynum að svörum eins fjótt og hægt er.
Því meiri upplýsingar sem þið gefið upp þeim betur get ég sinnt ykkur.
Sími: +354 519 9870
Superstudio - Til að mynda… | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík ⇢ inngangur bakatil | Sími: +354 519 9870